Íslenski boltinn

Syst­kinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr al­vöru goð­sögnum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Egill hefur unnið marga titla með Val á þeim tólf árum sem hann hefur verið hjá félaginu.
Sigurður Egill hefur unnið marga titla með Val á þeim tólf árum sem hann hefur verið hjá félaginu.

Sigurður Egill Lárusson er orðinn leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild. Nú eru þau systkinin bæði leikjahæst hjá félaginu.

Sigurður hefur nú leikið 250 leiki í efstu deild hjá Val. Hann er uppalinn hjá Víkingum en verið nánast allan sinn meistaraflokksferil á Hlíðarenda. Hann hefur skorað 47 mörk í efstu deild og verið hjá félaginu í tólf ár. Metið áttið Haukur Páll Sigurðsson sem lék 248 leiki með Valsmönnum í efstu deild. Systir hans, Dóra María Lárusdóttir er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild kvennamegin. Dóra lék 269 leiki með Val í efstu deild.

„Ég er mjög stoltur og ánægður með það að vera orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Vals, og það fyrir eitt stærsta félagið á landinu. Það er mikill heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum sem hafa spila fyrir Val,“ segir Sigurður Egill Lárusson í Sportpakkanum á Sýn.

Skoraði bæði í bikarúrslitum

„Pabbi er mikill Valsari og öll fjölskyldan hans eru Valsarar. Maður hefur alveg fengið einhver boð um að fara annað en alltaf endar maður í Val. Mér er búið að líða ógeðslega vel hérna,“ segir Sigurður en það sem stendur upp úr hjá honum á ferlinum er bikarúrslitaleikurinn árið 2016 sem Valur vann. Þá skoraði hann bæði mörk liðsins í leiknum.

En hver er besti leikmaðurinn sem hann hefur spilað með?

„Ég er búinn að spila með mjög mörgum góðum en ég verð að segja Patrick Pedersen, hann er sá besti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×