Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 11:01 Rúnar Kristinsson hefur mátt brosa yfir gengi Framara undanfarið. Hann er spenntur fyrir undanúrslitaleik dagsins. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi. Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
„Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi.
Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira