Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 20:11 Heimir Guðjónsson var ánægður með ýmislegt í stórsigrinum á KA í dag. Vísir / Erni Eyjólfsson Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“ FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“
FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26