Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 18:57 Þessir ferðamenn voru sennilega ekki að elta sólina þegar þeir lögðu sér leið til Íslands. Sú gula lét þó sjá sig. Visir/Lýður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Fáheyrð hitabylgja hefur leikið við landsmenn um nánast allt land í dag og hitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 20 gráður þegar hitinn mældist 20,8 á Veðurstofuhæð, að því er stofnunin greinir frá. Hitin náði ekki slíkum hæðum í höfuðborginni fyrrasumar, sem var það kaldasta í rúmlega þrjátíu ár, en sumarið 2024 var meðalhitinn þar 9,1 stig. Hitinn náði reyndar 20 gráðum árið 2023. En þær rúmu tuttugu gráður eiga ekki í roð í mesta hita dagsins, sem mældist um 29,5 stig á Hjarðarlandi, sem er nýtt staðarmet. Víða um land fór hitinn yfir 26–27°C og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi mældist hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri og er til marks um hve mikil hlýindi voru í dag. Hitinn fór yfir 28 stig á eftirfarandi stöðvum: Hjarðarland: 29,5°C (staðarmet) Bræðratunguvegur: 28,7°C Lyngdalsheiði: 28,3°C Skálholt: 28,3°C Kálfhóll: 28,0°C Auk þess fór hitinn yfir 27°C á stöðum eins og Þingvöllum, Mörk á Landi, Öræfum og Ásbyrgi og dagshitamet féllu þar einnig. Athygli vekur að á mörgum stöðvum var munurinn á nýju meti og fyrra meti óvenju mikill, sums staðar yfir 8°C. Slík stökk eru sjaldséð og sýna vel hve hlýtt var í dag. Áfram má búast við hægviðri eða hafgolu. Víða verður bjart eða léttskýjað, en þokubakkar gætu leitað að norður- og norðvesturströndinni. Síðdegis má reikna með stöku skúrum sunnanlands.Hiti verður á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Veður Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Sjá meira
Fáheyrð hitabylgja hefur leikið við landsmenn um nánast allt land í dag og hitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 20 gráður þegar hitinn mældist 20,8 á Veðurstofuhæð, að því er stofnunin greinir frá. Hitin náði ekki slíkum hæðum í höfuðborginni fyrrasumar, sem var það kaldasta í rúmlega þrjátíu ár, en sumarið 2024 var meðalhitinn þar 9,1 stig. Hitinn náði reyndar 20 gráðum árið 2023. En þær rúmu tuttugu gráður eiga ekki í roð í mesta hita dagsins, sem mældist um 29,5 stig á Hjarðarlandi, sem er nýtt staðarmet. Víða um land fór hitinn yfir 26–27°C og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi mældist hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri og er til marks um hve mikil hlýindi voru í dag. Hitinn fór yfir 28 stig á eftirfarandi stöðvum: Hjarðarland: 29,5°C (staðarmet) Bræðratunguvegur: 28,7°C Lyngdalsheiði: 28,3°C Skálholt: 28,3°C Kálfhóll: 28,0°C Auk þess fór hitinn yfir 27°C á stöðum eins og Þingvöllum, Mörk á Landi, Öræfum og Ásbyrgi og dagshitamet féllu þar einnig. Athygli vekur að á mörgum stöðvum var munurinn á nýju meti og fyrra meti óvenju mikill, sums staðar yfir 8°C. Slík stökk eru sjaldséð og sýna vel hve hlýtt var í dag. Áfram má búast við hægviðri eða hafgolu. Víða verður bjart eða léttskýjað, en þokubakkar gætu leitað að norður- og norðvesturströndinni. Síðdegis má reikna með stöku skúrum sunnanlands.Hiti verður á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn.
Veður Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Sjá meira