„Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 22:04 Notkun hugvíkkandi efna sem hluti af áfallameðferð hefur verið í umræðunni síðustu misserin. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku í geðrofsástandi eftir notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir um sömu efni að ræða og seld eru sem vímugjafar í partýum. Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira