„Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. júlí 2025 19:36 Ljósabekkur. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“ Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23