Innlent

Gos í beinni, ó­sáttir Grind­víkingar og í­búum drekkt í steypu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Enn gýs úr tveimur sprungum við Sundhnúksgígaröðina þar sem eldgos hófst um klukkan fjögur í nótt eftir mikla skjálftavirkni. Töluverður kraftur er í gosinu sem þykir fallegt að sjá. Í kvöldfréttum Sýnar verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sjáum magnaðar myndir.

Þá mætir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofunni, í myndver og fer yfir stöðu mála. Við ræðum einnig við Grindvíkinga sem voru mjög ósáttir við lokanir í bænum og sjáum myndir af ferðamönnum sem streymdu á gosstöðvar þrátt fyrir lokanir.

Auk þess verðum við í beinni frá samhæfingarmiðstöð almannavarna með nýjustu tíðindi þaðan og Kristján Már Unnarsson ræðir við eldfjallafræðinginn Þorvald Þórðarson. Yfirgripsmikil umfjöllun um tíðindi dagsins í kvöldfréttum.

Við verðum þó ekki einungis í gosgír þar sem við hittum íbúa í Árskógum, sem búa við græna gímaldið svokallaða, sem mótmæla enn frekari framkvæmdum á svæðinu. Þeir segja að verið sé að drekkja þeim í steypu og festa vart svefn vegna ástandins.

Að lokum verðum við með dásamlega frétt um listamann sem fagnar hundrað ára afmæli sínu með opnun listasýningar og í Sportpakkanum hitum við meðal annars upp fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×