Körfubolti

Bradl­ey Beal til Clippers

Siggeir Ævarsson skrifar
Bradley Beal og James Harden verða liðsfélagar í Clippers í vetur.
Bradley Beal og James Harden verða liðsfélagar í Clippers í vetur. Vísir/Getty

Bradley Beal mun ganga til liðs við Los Angeles Clippers í NBA deildinni eftir að hafa náð samkomulagi við Phoenix Suns um starfslok.

Beal, sem er 32 ára, var á svimandi háum launum hjá Suns og var raunar 5. launahæsti leikmaður deildarinnar. Þá var hann einnig með ákvæði í samningi sínum sem færði honum neitunarvald í öllum félagaskiptum sem setti Suns í erfiða stöðu.

Hjá Clippers hittir Beal fyrir þá James Harden og Kawhi Leonard en Harden var einn af helstu hvatamönnum þess að fá Beal til liðsins. Þeir félagar munu mynda saman óárennilegt þríeyki sem er þó einnig að renna út á tíma. Harden er 35 ára, Leonard 33 og Beal 32.

Það er ekki ljóst hversu stóran hluta af launum sínum hjá Suns Beal gefur eftir en hann gerir tveggja ára samning við Clippers upp á ellefu milljónir, svo að sennilega heldur hann megninu af launum sínum eftir. 

Á síðasta tímabili var ekkert lið í deildinni sem greiddi jafn há laun og Phoenix Suns en nú eru tveir af launahæstu leikmönnum liðsins horfnir á braut, Beal og Kevin Durant. Það ætti að skapa liðinu örlítið andrými til að bæta leikmönnum í hópinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×