Erlent

Tugir látnir eftir elds­voða í verslunar­mið­stöð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eldsvoðinn varð í borginni Kut í Wasit-héraði í austurhluta Írak.
Eldsvoðinn varð í borginni Kut í Wasit-héraði í austurhluta Írak. AP

Yfir sextíu manns eru taldir af eftir að eldur kviknaði í verslunarmiðstöð borginni Kut í austurhluta Írak seint í gærkvöldi. Fimm dagar eru síðan verslunarmiðstöðin var opnaði. 

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Írak lést 61 í eldsvoðanum. Flestir hinna látnu hafi látist af völdum köfnunar en ekki hafi verið hægt að bera kennsl á fjórtán lík. Írakski ríkismiðillinn greindi frá því að nokkurra væri enn saknað eftir eldsvoðann.

Þá hefur AP eftir írökskum stjórnvöldum að Björgunarsveitum hafi tekist að bjarga 45 manns úr verslunarmiðstöðinni, sem telur fimm hæðir, meðan á eldsvoðanum stóð. 

Mohammed al-Mayyeh sveitarstjóri Wasit-héraðs, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans. Hann segir eldsupptök enn til rannsóknar og að eigandi verslunarmiðstöðvarinnar yrði sóttur til saka vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×