Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 15:28 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í byggingum Háskóla Íslands vegna lagnarinnar sem rofnaði í nótt. Vísir/Egill Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það. Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28