Innlent

Mót­mæli, sviknir strandveiðimenn og hættu­legar falsaðar töflur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Grindvíkingar lokuðu veginum að Bláa Lóninu í dag og mótmæltu lokun bæjarins. Við fylgjumst með mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í íbúum sem segja að gosið við Sundhnúksgíga ógni bænum ekki. Þá heyrum við einnig í lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem liggur undir mikilli gagnrýni.

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er stödd á Íslandi. Hún skoðaði Grindavík í dag ásamt forsætisráðherra, við misjafnar undirtektir bæjarbúa, og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Reykjanesbæ síðdegis. Við verðum í beinni þaðan og heyrum í Ursulu von der Leyen sem sagði meðal annars að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn virk.

Þá verðum við einnig í beinni frá Arnarstapa en Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður okkar hefur verið á ferð um Snæfellsnesið í dag og rætt við strandveiðisjómenn sem eru allt annað en sáttir. Strandveiðum er lokið þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda.

Auk þess skoðum við falsaðar og stórhætturlegar oxycontin töflur sem eru í umferð á Íslandi og ræðum við formann Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, sem hefur miklar áhyggjur af dreifingu þeirra.

Magnús Hlynur kíkir einnig á ferðamannastrauminn í Hrísey og við hitum upp fyrir Opna breska meistaramótið í golfi í Sportpakkanum.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×