Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 08:40 Bergur lýkur 465 kílómetra göngu í dag. Skrefið2025 Bergur Vilhjálmsson er á síðasta degi tólf daga göngu frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hlakkar til að ljúka við áfangann en vonast til að umræðan haldi áfram þó hann hætti að ganga. Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira