Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 11:03 Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að bæði Grindavíkurliðin muni spila aftur í Grindavík á komandi vetri. Vísir/Anton Brink Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að körfuboltalið félagsins muni spila hluta af heimaleikjum sínum í Bónus deildinni í Grindavík á komandi tímabili. Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti