Fótbolti

Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen átti stóran þátt í sigri Malmö í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen átti stóran þátt í sigri Malmö í dag. @daniel.gudjohnsenn

Daníel Tristan Guðjohnsen átti stoðsendinguna í fyrsta marki Malmö þegar liðið vann 2-0 útisigur á Öster í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Daníel Tristan var í byrjunarliðinu og lagði upp mark fyrir Otto Rosengren á 24. mínútu.

Daníel fór síðan af velli í hálfleik. Arnór Sigurðsson var á bekknum hjá Malmö en spilaði síðustu þrettán mínútur leiksins.

Rosengren átti þátt í báðum mörkunum því hann lagði upp mark fyrir Sead Haksabanovic á 67. mínútu.

Þetta var fimmti byrjunarliðsleikur Daníels í deildinni í sumar og hans fyrsta stoðsending. Hann hefur skorað eitt mark.

Daníel hafði misst af síðustu tveimur leikjum en var síðast í byrjunarliðinu í byrjun júní.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði í 1-0 heimasigri Djurgården í Íslendingaslag á móti Elfsborg . Ari Sigurpálsson var í byrjunarliði Elfsborg en tekinn af velli í hálfleik. Júlíus Magnússon spilaði ekki.

August Priske kom Djurgården í 1-0 strax á 11. mínútu eftir sendingu frá Tobias Gulliksen.

Malmö komst upp fyrir Elfsborg og í fjórða sætið eftir þessi úrslit í dag en Djurgården er í áttunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×