Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2025 08:02 Pablo Punyed er snúinn aftur á völlinn. Vísir/Lýður Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr. Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira