Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 11:39 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ segir eigandi tjaldsvæðisins Hraunborgir við Hestvatn norðaustur af Selfossi. Hraunborgir Útilega nemenda úr Verzlunarskóla Íslands er sögð hafa farið úr böndunum og hyggst tjaldsvæðið ekki taka aftur á móti menntaskólahópum. Mikið fyllerí og partístand var á ungmennunum, öðrum tjaldgestum til mikilla ama. „Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“ Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“
Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira