„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 21:47 Túfa hefur talið dagana og þurft að telja ansi lengi en Valsmenn eru nú loks búnir að tylla sér á toppinn. Vísir/diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira