Körfubolti

Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Paul í leik með Clippers.
Chris Paul í leik með Clippers. vísir/getty

Hinn magnaði Chris Paul hefur ákveðið að spila sitt 21., og líklega síðasta, tímabil í NBA-deildinni með LA Clippers.

Paul, sem hefur tólf sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar, var á radar margra félaga en eftir yfirlegu ákvað hann að semja við Clippers.

Clippers ætlar sér stóra hluti á komandi vetri og hefur einnig samið við Bradley Beal, John Collins og Brook Lopez.

Paul á sögu hjá Clippers en hann lék með félaginu frá 2011 til 2017.

Hinn fertugi Paul lék með San Antonio Spurs síðasta vetur og spilaði alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni.

Paul var valinn fjórði í nýliðavalinu af Charlotte Hornets árið 2005 og var þá nýliða ársins í deildinni. Hann hefur gefið 12.499 stoðsendingar og stolið 2.717 boltum á ferlinum. Það er það næstmesta í sögunni í báðum flokkum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×