Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 22. júlí 2025 11:00 Heimsókn Ursulu von der Leyen í vikunni virðist hafa vakið úr dvala helstu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem hafa farið af því tilefni mikinn á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum. Orð eins og verið væri að læða Íslandi inn í Evrópusambandið bakdyramegin hafa m.a. verið látin falla í tilefni yfirlýsingar um nánara samstarf við sambandið í öryggismálum, en þess má geta að Noregur, Bretland, Suður Kórea og Japan eru m.a. aðilar að slíku samstarfi sem meiningin er að koma á fót á milli sambandsins og Íslands. Það er því rétt að árétta að það er ekki hægt að koma Íslandi inn í sambandið bakdyramegin. Ísland gengur ekki í Evrópusambandið nema með atbeina íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja aðildarsamning og breyta stjórnarskrá til að hægt sé að stíga það skref, en stjórnarskrá er ekki breytt nema með því að hafa þingkosningar á milli breytingarinnar og þess að hún taki gildi. Að auki hefur verið tekin um það ákvörðun að hefja ekki aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem bætir enn einni lýðræðislegri aðkomu íslenskra kjósenda við það sem að jafnaði er meðal þeirra ríkja sem hafa gengið í sambandið. Það eru því allmörg lýðræðisleg skref sem þarf að stíga áður en að aðild getur orðið. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að sú staða sem við höfum verið í undanfarin 30 ár - aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án þátttöku í stjórnsýslu hinna evrópsku stofnana, sé eins konar bakdyraaðild. Að því leiti má færa rök fyrir því að rétt sé að taka skrefið inn í Evrópusambandið, bæði til að þátttaka okkar í Evrópusamrunaferlinu sé gerð í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar, en ekki síður til að skapa lýðræðislega umboðskeðju frá okkur, íslenskum kjósendum og til þeirra stofnana sem taka ákvarðanir fyrir okkur. Ef við værum aðilar að Evrópusambandinu myndum við kjósa fulltrúa á Evrópuþingið á fjögurra ára fresti. Íslenskir ráðherrar og ráðamenn tækju þátt í starfi leiðtogaráðsins og ráðherraráðsins, auk þess sem íslenskir starfsmenn væru til staðar á öllum stigum stjórnsýslu sambandsins og í öllum stofnunum þess, þar á meðal framkvæmdastjórninni og sem einn framkvæmdastjóranna (28?). Því miður er það svo að andstaða við aðild að Evrópusambandinu byggir oft á hálfsannleik í besta falli og í versta falli á hreinum heilaspuna, eins og sást svo berlega í Brexit kosningunum í Bretlandi 2016. Enda er auðvelt að gera tortryggilega stofnun sem fæst við allskonar smáatriði sem engu að síður skipta máli til að skapa heildstæðan innri markað með vörur, þjónustu og fjármagn og tryggir okkur íbúum svæðisins jöfn tækifæri til að búa og starfa allsstaðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Í því skyni hefur verið búin til sú ímynd að Evrópusambandið sé eitthvað andlitslaust skrifræðisskrýmsli, sem tekur ákvarðanir sem hafa lítið með líf hins almenna borgara að gera. Í öllum alþjóðlegum samanburði er Evrópusambandið hinsvegar fremur lítið stjórnvald og með starfsmannafjölda á við fámennar borgir á meginlandinu. Fjölmennasti starfsmannahópurinn sinnir túlkun á móðurmál aðildarrikjanna, en mikið er lagt upp úr varðveislu tungumála og menningararfs aðildarríkja sambandsins. Í því sambandi má geta þess að af því sem þegar hefur verið samið um í aðildarsamningaviðræðum þeim sem Ísland hefur tekið þátt í við Evrópusambandið - á árabilinu 2010-2013 – er að íslenska verði eitt opinberra tungumála sambandsins með öllum þeim stuðningi við okkar brothætta en merkilega tungumál sem það inniber. Andstaða við inngöngu í sambandið byggist líka oft á því að með því værum við að undirgangast erlent vald og jafnvel talað um að fórna fullveldinu eða sjálfstæðinu í því sambandi. Það er hinsvegar óljóst hvernig slík undirganga yrði verri þeirri stöðu sem við erum þegar í og eins og ég hef bent á hér fyrir ofan má færa rök fyrir að hún yrði í reynd betri og lýðræðislegri en sú staða sem við búum við í dag. Sum halda því líka fram að með inngöngu myndum við missa yfirráðin yfir fiskimiðunum eða yfir landbúnaðinum okkar með því að undirgangast hinar sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnur sambandsins, en slíkt eru í besta falli getgátur á þessu stigi máls, enda algerlega óumsamið hvernig því yrði háttað í aðildarsamningi fyrir Ísland. Það er hinsvegar ólíklegt að samningur, sem myndi kippa stoðunum undan íslenskum sjávarútvegi eða landbúnaði, myndi hljóta brautargengi í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Að sama skapi hefur Evrópusambandið engan áhuga á að skila af sér aðildarsamningi sem mun örugglega vera felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg fordæmi eru fyrir því að tekið sé tillit til sérstæðra aðstæðna í aðildarsamningum og engin ástæða til að ætla að um slíkt yrði ekki að ræða í tilfelli Íslands. Sannfærandi útfærslur á slíku hafa margoft verið tíundaðar í opinberri umræðu og verður því ekki farið dýpra í það í þessari stuttu grein. Það sem hinsvegar er ljóst nú þegar er að innganga í Evrópusambandið myndi vera lýðræðisleg valdefling fyrir okkur, íslenska ríkisborgara, og veita okkur fjöldamörg tæki til að beita okkur á lýðræðislegum vettvangi innan Evrópu. Evrópa er svæði sem við erum hluti af og höfum alltaf verið, alla sögu byggðar á þessu landi. Forfeður okkar og formæður koma líka nánast öll frá því mikla meginlandi og helstu úteyjum þess og saga þess er líka sagan okkar. Evrópsk menning er okkar menning. Það er kominn tími til að við tökum stefnuna á að taka okkar réttmæta sess við þau borð þar sem ákvarðanir um álfuna okkar eru teknar. Innan Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsókn Ursulu von der Leyen í vikunni virðist hafa vakið úr dvala helstu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem hafa farið af því tilefni mikinn á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum. Orð eins og verið væri að læða Íslandi inn í Evrópusambandið bakdyramegin hafa m.a. verið látin falla í tilefni yfirlýsingar um nánara samstarf við sambandið í öryggismálum, en þess má geta að Noregur, Bretland, Suður Kórea og Japan eru m.a. aðilar að slíku samstarfi sem meiningin er að koma á fót á milli sambandsins og Íslands. Það er því rétt að árétta að það er ekki hægt að koma Íslandi inn í sambandið bakdyramegin. Ísland gengur ekki í Evrópusambandið nema með atbeina íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja aðildarsamning og breyta stjórnarskrá til að hægt sé að stíga það skref, en stjórnarskrá er ekki breytt nema með því að hafa þingkosningar á milli breytingarinnar og þess að hún taki gildi. Að auki hefur verið tekin um það ákvörðun að hefja ekki aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem bætir enn einni lýðræðislegri aðkomu íslenskra kjósenda við það sem að jafnaði er meðal þeirra ríkja sem hafa gengið í sambandið. Það eru því allmörg lýðræðisleg skref sem þarf að stíga áður en að aðild getur orðið. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að sú staða sem við höfum verið í undanfarin 30 ár - aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án þátttöku í stjórnsýslu hinna evrópsku stofnana, sé eins konar bakdyraaðild. Að því leiti má færa rök fyrir því að rétt sé að taka skrefið inn í Evrópusambandið, bæði til að þátttaka okkar í Evrópusamrunaferlinu sé gerð í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar, en ekki síður til að skapa lýðræðislega umboðskeðju frá okkur, íslenskum kjósendum og til þeirra stofnana sem taka ákvarðanir fyrir okkur. Ef við værum aðilar að Evrópusambandinu myndum við kjósa fulltrúa á Evrópuþingið á fjögurra ára fresti. Íslenskir ráðherrar og ráðamenn tækju þátt í starfi leiðtogaráðsins og ráðherraráðsins, auk þess sem íslenskir starfsmenn væru til staðar á öllum stigum stjórnsýslu sambandsins og í öllum stofnunum þess, þar á meðal framkvæmdastjórninni og sem einn framkvæmdastjóranna (28?). Því miður er það svo að andstaða við aðild að Evrópusambandinu byggir oft á hálfsannleik í besta falli og í versta falli á hreinum heilaspuna, eins og sást svo berlega í Brexit kosningunum í Bretlandi 2016. Enda er auðvelt að gera tortryggilega stofnun sem fæst við allskonar smáatriði sem engu að síður skipta máli til að skapa heildstæðan innri markað með vörur, þjónustu og fjármagn og tryggir okkur íbúum svæðisins jöfn tækifæri til að búa og starfa allsstaðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Í því skyni hefur verið búin til sú ímynd að Evrópusambandið sé eitthvað andlitslaust skrifræðisskrýmsli, sem tekur ákvarðanir sem hafa lítið með líf hins almenna borgara að gera. Í öllum alþjóðlegum samanburði er Evrópusambandið hinsvegar fremur lítið stjórnvald og með starfsmannafjölda á við fámennar borgir á meginlandinu. Fjölmennasti starfsmannahópurinn sinnir túlkun á móðurmál aðildarrikjanna, en mikið er lagt upp úr varðveislu tungumála og menningararfs aðildarríkja sambandsins. Í því sambandi má geta þess að af því sem þegar hefur verið samið um í aðildarsamningaviðræðum þeim sem Ísland hefur tekið þátt í við Evrópusambandið - á árabilinu 2010-2013 – er að íslenska verði eitt opinberra tungumála sambandsins með öllum þeim stuðningi við okkar brothætta en merkilega tungumál sem það inniber. Andstaða við inngöngu í sambandið byggist líka oft á því að með því værum við að undirgangast erlent vald og jafnvel talað um að fórna fullveldinu eða sjálfstæðinu í því sambandi. Það er hinsvegar óljóst hvernig slík undirganga yrði verri þeirri stöðu sem við erum þegar í og eins og ég hef bent á hér fyrir ofan má færa rök fyrir að hún yrði í reynd betri og lýðræðislegri en sú staða sem við búum við í dag. Sum halda því líka fram að með inngöngu myndum við missa yfirráðin yfir fiskimiðunum eða yfir landbúnaðinum okkar með því að undirgangast hinar sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnur sambandsins, en slíkt eru í besta falli getgátur á þessu stigi máls, enda algerlega óumsamið hvernig því yrði háttað í aðildarsamningi fyrir Ísland. Það er hinsvegar ólíklegt að samningur, sem myndi kippa stoðunum undan íslenskum sjávarútvegi eða landbúnaði, myndi hljóta brautargengi í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Að sama skapi hefur Evrópusambandið engan áhuga á að skila af sér aðildarsamningi sem mun örugglega vera felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg fordæmi eru fyrir því að tekið sé tillit til sérstæðra aðstæðna í aðildarsamningum og engin ástæða til að ætla að um slíkt yrði ekki að ræða í tilfelli Íslands. Sannfærandi útfærslur á slíku hafa margoft verið tíundaðar í opinberri umræðu og verður því ekki farið dýpra í það í þessari stuttu grein. Það sem hinsvegar er ljóst nú þegar er að innganga í Evrópusambandið myndi vera lýðræðisleg valdefling fyrir okkur, íslenska ríkisborgara, og veita okkur fjöldamörg tæki til að beita okkur á lýðræðislegum vettvangi innan Evrópu. Evrópa er svæði sem við erum hluti af og höfum alltaf verið, alla sögu byggðar á þessu landi. Forfeður okkar og formæður koma líka nánast öll frá því mikla meginlandi og helstu úteyjum þess og saga þess er líka sagan okkar. Evrópsk menning er okkar menning. Það er kominn tími til að við tökum stefnuna á að taka okkar réttmæta sess við þau borð þar sem ákvarðanir um álfuna okkar eru teknar. Innan Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun