Tengist ekki skuggaflota Rússlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:43 Trausti Árnason er framkvæmdastjóri Vélfags. Aðsend/Já.is Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti. Viðskiptaþvinganir Rússland Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti.
Viðskiptaþvinganir Rússland Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira