Tengist ekki skuggaflota Rússlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:43 Trausti Árnason er framkvæmdastjóri Vélfags. Aðsend/Já.is Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti. Viðskiptaþvinganir Rússland Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti.
Viðskiptaþvinganir Rússland Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira