250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júlí 2025 20:19 Um 250 þúsund farþegar koma alls með skemmtiferðaskipunum, sem koma á Akureyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent