Körfubolti

Á­sakaði LeBron um steranotkun í gríni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jeff Teague átti oft erfitt með að komast framhjá LeBron James.
Jeff Teague átti oft erfitt með að komast framhjá LeBron James. Kevin C. Cox/Getty Images

Fyrrum NBA leikmaðurinn Jeff Teague sagði LeBron James hafa gert sér upp meiðsli í baki til að sleppa við lyfjapróf, vegna þess að hann var á sterum. Teague dró ummælin svo til baka og sagðist bara hafa verið að djóka.

„Hann var á sterum… Þess vegna þurfti hann að fara í felur í smástund. Þeir byrjuðu að prófa fyrir vaxtarhormónum (e. Human Growth Hormone) og hann sagðist vera meiddur í bakinu. Lét sig hverfa í þrjár vikur og kom horaður til baka“ sagði Jeff Teague um tíma LeBron James hjá Miami Heat í hlaðvarpinu Club250.

Þeir voru aldrei liðsfélagar en spiluðu í NBA á sama tíma. Teague var leikmaður Atlanta Hawks þegar LeBron var leikmaður Miami Heat og þeir mættust margoft.

Saga Teague smellur ekki alveg heim og saman því NBA byrjaði ekki að prófa fyrir vaxtarhormónum fyrr en árið 2015, þegar LeBron var orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers.

Hann birti síðan útskýringu á Instagram í gær og sagðist hafa verið að grínast.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×