Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2025 11:51 Birkir Thor telur litlar sem engar líkur á að stýrivextir lækki í næsta mánuði. Langsamlega líklegast sé að þeir haldist óbreyttir. Vísir Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor. Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent á síðustu tólf mánuðum, en hækkunin nam þremur prósentum ef húsnæðisliðurinn er frátalinn. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir hjöðnunina örlítið minni en búist hafi verið við. „Við áttum von á því að hún færi niður í 3,9 prósent. Það sem helst olli því að það gerðist ekki var að flugfargjöldin hækkuðu svolítið umfram það sem við höfðum spáð. Þar fyrir utan var þetta heilt yfir nokkuð jákvæð mæling,“ segir Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Útsölurnar skammgóður vermir Sumarútsölur á fötum og skóm hafi haft áhrif til hjöðnunar milli mánaða, sem og verðlækkanir á húsgögnum og heimilisbúnaði. Mælingin sé þó nokkuð skammgóður vermir. „Þetta gengur líklega til baka núna í ágúst. Það er misjafnt hvað það gerist hratt. Stundum gerist það að öllu leyti í ágúst en stundum dreifist það yfir ágúst og september. Það verður bara að koma í ljós hvernig það verður í ár.“ Útlit fyrir aukna verðbólgu á næstu mánuðum Verðlagsmælingin er sú síðasta fyrir stýrivaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar Seðlabankans þann 20. ágúst. Áttu von á því að þetta hafi einhver teljandi áhrif þar á? „Nei, ég á ekki von á því. Við erum á þeirri skoðun að vaxtalækkun í ágúst sé svo gott sem af borðinu.“ Allt útlit sé fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir, en þeir standa nú í 7,5 prósentum. Til örlítið lengri tíma megi líta til einskiptisáhrifa sem detti út úr ársmælingu á næstu mánuðum, til að mynda gjaldfrálsra háskóla og gjaldfrjálsra grunnskólamáltíða. „Þannig að það er nokkuð borðleggjandi að ársverðbólgan eigi eftir að hækka í ágúst og september, og verða svona nokkuð treg yfir fjórum prósentum út árið, samkvæmt okkar spá,“ segir Birkir Thor.
Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Sjá meira
Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. 24. júlí 2025 09:08