Litríkur karakter sem var engum líkur Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2025 18:39 Sóli og Þorgeir minnast Gylfa Ægis. „Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn. Greint var frá andláti Gylfa í morgun, en hann var 78 ára gamall og skyldi eftir sig fjögur börn. Þorgeir og Sólmundur Hólm Sólmundsson, sem ritaði ævisögu Gylfa Sjúdderari rei, ræddu um þennan vin sinn sem nú er fallinn frá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann sagði mér það sjálfur, þegar við vorum að gera bókina, og ég var að forvitnast um áhrifavaldana, var að pæla hvort það væru Bítlarnir eða Stones, og hann sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis,“ segir Sóli. „En þetta voru ekki allt drykkjuvísur. Þetta er mikið af mjög fallegum lögum. Ég held að sjómannastéttin hafi til dæmis verið mjög þakklát fyrir þessi lög, því það var ákveðin einlægni í því hvernig hann lýsti þessari fjarlægð við fjölskylduna og ástina þegar menn voru í löngum túrum úti á sjó. Þetta hafði verið meira svona Ship-o-hoj fram að því. En ég held að hann hafi opnað á einlægari túlkun á það hvernig er að vera sjómaður. Ég tala nú ekki um á þessum árum, þetta var alveg ótrúlega hættulegt starf, og er svo sem enn, en þarna var bara mjög tvísýnt hvort menn kæmu í land aftur.“ Vonast til að Gylfa verði minnst fyrir tónlistina Skoðanir Gylfa féllu stundum ekki í kramið hjá öllum. Sóli vonast til þess að hans verði þó frekar minnst í gegnum tónlistina en fyrir það. „Mín kynni af Gylfa voru alltaf góð, þó það hafi verið gjá milli okkar skoðana undanfarin áratug eða svo. Hann átti það svolítið til að koma sér í neikvæða umfjöllun undir það síðasta.“ Þorgeir segir að Gylfi hafi verið viðkvæmur fyrir gagnrýni. Hann rifjar upp þegar hann lýsti lagi hans, hann man ekki nákvæmlega hverju, sem ABBA-legu lagi. „Þá hringdi síminn. Hann vildi bara segja mér að ef eitthvað væri þá væri það ABBA að stæla hann. Hann var mjög harður á því.“ Með hattinn þegar hann hitti Gylfa í síðasta skipti Gylfi var þekktur fyrir að bera mikilfenglegan skipstjórahatt. Hann var hans einkennismerki á síðustu áratugum. Sóli minnist á þegar þeir hittust í síðasta skipti hafi húfan einmitt verið á kollinum á honum. „Ég hitti hann fyrir tveimur þremur vikum síðan. Hann bjó undir það síðasta á Selfossi og var mikið á Shell í Hveragerði. Ég hitti hann þar, og þá var hann að sjálfsögðu með húfuna góðu. Hún fylgdi honum alltaf,“ segir Sóli. „Það var eitthvað í húfunni sem gerði hann skarpari í hugsun, að eigin sögn,“ segir Þorgeir. Sóli og Þorgeir eru sammála um að Gylfi hafi verið mikið og gott skáld. Sóli telur að hann hafi fengið orðhaginn frá móður sinni. „Hann talaði mikið um að hún var honum til halds og trausts í textagerð lengi vel. Það var ekki bara í einlægum og fallegum ljóðum, heldur líka í Sjúdderari rei,“ segir Sóli. „Hann var heima hjá sér að semja vísurnar, svo hringdi hann alltaf í mömmu sína þegar hann var búinn með eina vísu, og ef hún hló ekki þá henti hann henni og gerði aðra. Þannig allar vísurnar sem rötuðu í lagið Sjúdderari rei eru þær sem högnuðust móður hennar, allavega hennar húmor.“ Aðspurður um hvernig sé best að lýsa Gylfa segir Sóli: „Hann var engum líkur. Ég held að með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja lýsingunni „litríkur karakter“ fái ekkert honum betur lýst. Hann var bara litríkur karakter.“ Andlát Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Greint var frá andláti Gylfa í morgun, en hann var 78 ára gamall og skyldi eftir sig fjögur börn. Þorgeir og Sólmundur Hólm Sólmundsson, sem ritaði ævisögu Gylfa Sjúdderari rei, ræddu um þennan vin sinn sem nú er fallinn frá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann sagði mér það sjálfur, þegar við vorum að gera bókina, og ég var að forvitnast um áhrifavaldana, var að pæla hvort það væru Bítlarnir eða Stones, og hann sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis,“ segir Sóli. „En þetta voru ekki allt drykkjuvísur. Þetta er mikið af mjög fallegum lögum. Ég held að sjómannastéttin hafi til dæmis verið mjög þakklát fyrir þessi lög, því það var ákveðin einlægni í því hvernig hann lýsti þessari fjarlægð við fjölskylduna og ástina þegar menn voru í löngum túrum úti á sjó. Þetta hafði verið meira svona Ship-o-hoj fram að því. En ég held að hann hafi opnað á einlægari túlkun á það hvernig er að vera sjómaður. Ég tala nú ekki um á þessum árum, þetta var alveg ótrúlega hættulegt starf, og er svo sem enn, en þarna var bara mjög tvísýnt hvort menn kæmu í land aftur.“ Vonast til að Gylfa verði minnst fyrir tónlistina Skoðanir Gylfa féllu stundum ekki í kramið hjá öllum. Sóli vonast til þess að hans verði þó frekar minnst í gegnum tónlistina en fyrir það. „Mín kynni af Gylfa voru alltaf góð, þó það hafi verið gjá milli okkar skoðana undanfarin áratug eða svo. Hann átti það svolítið til að koma sér í neikvæða umfjöllun undir það síðasta.“ Þorgeir segir að Gylfi hafi verið viðkvæmur fyrir gagnrýni. Hann rifjar upp þegar hann lýsti lagi hans, hann man ekki nákvæmlega hverju, sem ABBA-legu lagi. „Þá hringdi síminn. Hann vildi bara segja mér að ef eitthvað væri þá væri það ABBA að stæla hann. Hann var mjög harður á því.“ Með hattinn þegar hann hitti Gylfa í síðasta skipti Gylfi var þekktur fyrir að bera mikilfenglegan skipstjórahatt. Hann var hans einkennismerki á síðustu áratugum. Sóli minnist á þegar þeir hittust í síðasta skipti hafi húfan einmitt verið á kollinum á honum. „Ég hitti hann fyrir tveimur þremur vikum síðan. Hann bjó undir það síðasta á Selfossi og var mikið á Shell í Hveragerði. Ég hitti hann þar, og þá var hann að sjálfsögðu með húfuna góðu. Hún fylgdi honum alltaf,“ segir Sóli. „Það var eitthvað í húfunni sem gerði hann skarpari í hugsun, að eigin sögn,“ segir Þorgeir. Sóli og Þorgeir eru sammála um að Gylfi hafi verið mikið og gott skáld. Sóli telur að hann hafi fengið orðhaginn frá móður sinni. „Hann talaði mikið um að hún var honum til halds og trausts í textagerð lengi vel. Það var ekki bara í einlægum og fallegum ljóðum, heldur líka í Sjúdderari rei,“ segir Sóli. „Hann var heima hjá sér að semja vísurnar, svo hringdi hann alltaf í mömmu sína þegar hann var búinn með eina vísu, og ef hún hló ekki þá henti hann henni og gerði aðra. Þannig allar vísurnar sem rötuðu í lagið Sjúdderari rei eru þær sem högnuðust móður hennar, allavega hennar húmor.“ Aðspurður um hvernig sé best að lýsa Gylfa segir Sóli: „Hann var engum líkur. Ég held að með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja lýsingunni „litríkur karakter“ fái ekkert honum betur lýst. Hann var bara litríkur karakter.“
Andlát Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“