Innlent

Bilun í flug­stjórn olli um tveggja tíma seinkun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Ekki var hægt að fljúga flugvélum frá Keflavík og Reykjavík í um tvær klukkustundir, vegna bilunar í flugstjórnarbúnaði í Reykjavík. Búnaðurinn sem um ræðir er notaður við flugstjórn efra loftrýmis. 

Í samtali við fréttastofu segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá Isavia, að brottfarir frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hafi tafist um tvo tíma vegna bilunarinnar, sem hafði ekki áhrif á komur á flugvellina tvo. 

„Nú eru flugfélög innanlands að vinna upp sína töf. Það er allt samkvæmt áætlun það sem eftir lifir dags,“ segir Sigrún.

Fréttin var uppfærð klukkan 16:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×