Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 23:16 Shaquille O’Neal lofaði að klæðast kjólnum sem Charles Barkley er í á þessari mynd. Skjámynd/courtsidebuzzig Shaquille O’Neal er ekkert að fara í felur með það að hann er ekki mikill aðdáandi franska miðherjans Rudy Gobert. Gobert er einn launahæsti leikmaður NBA deildarinnar en hann spilar nú með Minnesota Timberwolves en var áður hjá Utah Jazz. Gobert hefur þegar unnið sér inn 260 milljónir dollara á ferlinum og fær yfir hundrað milljónir dollara í laun fyrir næstu þrjú tímabil. Hann er að fá 35 milljónir fyrir 2025-26 tímabilið eða yfir fjóra milljarða íslenskra króna. Shaq mætti í hlaðvarpsþátt á dögunum og talið barst að hinum 216 sentimetra háa Gobert sem var með 12,0 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð. „Ég fjandakornið hata Rudy Gobert. Þessi andskoti er að fá 250 milljónir dollara í laun og hann á það ekki skilið,“ sagði Shaquille O’Neal. „Ég sem formaður samtaka stórra manna lýsi því yfir að ef þú ætlar að fá svona vel borgað þá þarftu að spila þannig líka. Láta finna fyrir sér og leyfa ekki litlum hvítum gæjum að vaða yfir þig,“ sagði Shaq. Gobert hefur spilað í NBA í tólf ár og hann hefur fjórum sinnum verið valinn besti varnarmaður ársins. Sjö sinnum hefur hann komist í varnarlið ársins. Það er líklegt að Gobert endi í Heiðurshöll körfuboltans eftir nokkur ár. Þegar sú staðreynd var borin undir O’Neal þá varð hann fyrst virkilega hneykslaður. „Ef Rudy Gobert verður valinn í Heiðurshöllina þá mæti ég í kjóla á athöfnina,“ sagði Shaq og sýndi meira segja kjólinn eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Gobert er einn launahæsti leikmaður NBA deildarinnar en hann spilar nú með Minnesota Timberwolves en var áður hjá Utah Jazz. Gobert hefur þegar unnið sér inn 260 milljónir dollara á ferlinum og fær yfir hundrað milljónir dollara í laun fyrir næstu þrjú tímabil. Hann er að fá 35 milljónir fyrir 2025-26 tímabilið eða yfir fjóra milljarða íslenskra króna. Shaq mætti í hlaðvarpsþátt á dögunum og talið barst að hinum 216 sentimetra háa Gobert sem var með 12,0 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð. „Ég fjandakornið hata Rudy Gobert. Þessi andskoti er að fá 250 milljónir dollara í laun og hann á það ekki skilið,“ sagði Shaquille O’Neal. „Ég sem formaður samtaka stórra manna lýsi því yfir að ef þú ætlar að fá svona vel borgað þá þarftu að spila þannig líka. Láta finna fyrir sér og leyfa ekki litlum hvítum gæjum að vaða yfir þig,“ sagði Shaq. Gobert hefur spilað í NBA í tólf ár og hann hefur fjórum sinnum verið valinn besti varnarmaður ársins. Sjö sinnum hefur hann komist í varnarlið ársins. Það er líklegt að Gobert endi í Heiðurshöll körfuboltans eftir nokkur ár. Þegar sú staðreynd var borin undir O’Neal þá varð hann fyrst virkilega hneykslaður. „Ef Rudy Gobert verður valinn í Heiðurshöllina þá mæti ég í kjóla á athöfnina,“ sagði Shaq og sýndi meira segja kjólinn eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira