Fótbolti

„Þeir refsuðu okkur í dag“

Hörður Unnsteinsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir / Anton Brink

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Val í kvöld. 

„Frammistaðan var ágæt. Við byrjuðum leikinn reyndar ekki nógu vel, þeir gengu á lagið og skoruðu fljótlega. En við bitum í skjaldarendur og fengum mikið af færum en Frederik var stórkostlegur í markinu. Við vorum ágætir út á vellinum en aðal vandræðin okkar voru þau að jafnvægið þegar við töpuðum boltann var svo ógeðslega lélegt.“

„Við vorum alltaf að horfa á boltann í staðinn fyrir að vera mættir og klára mennina okkur. Við hleyptum þeim á staði sem Valur eru góðir í. Af hverju eru Valur á toppnum? Af því þeir hafa góða samstöðu, verjast vel sem lið og eru langbesta skyndisóknarlið í deildinni. Þeir refsuðu okkur í dag.“

„Þegar þú hleypir góðum leikmönnum eins og Patrick Pederson og Jónatan í svona skyndisóknir og leyfir þeim að leika lausum hala þá er voðinn vís.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×