Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 11:39 Kim Yo Jong, systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira