Sport

Dag­skráin í dag: Undanúr­slit Suður-Ameríku­keppni kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Argentína hefur unnið keppnina einu sinni til þessa.
Argentína hefur unnið keppnina einu sinni til þessa. EPA/JOSE JACOME

Ein bein útsending er á rásum SÝNAR Sport í dag.

Klukkan 23.50 á SÝN Sport Viaplay hefst bein útsending frá leik Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppni kvenna í fótbolta. Kólumbía hefur komist í úrslit þrívegis í síðustu fjórum keppnum en í öll þrjú skiptin beið liðið lægri hlut gegn Brasilíu.

Raunar hefur Brasilía unnið átta af níu Suður-Ameríkukeppnum kvenna en Argentína vann árið 2006. Brasilía mætir Úrúgvæ í hinni undanúrslitaviðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×