Körfubolti

Bað hennar í í­þrótta­húsinu þar sem allt byrjaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyrese Haliburton sést biðja Jade á gólfinu í íþróttahúsi Iowa State.
Tyrese Haliburton sést biðja Jade á gólfinu í íþróttahúsi Iowa State. @tyresehaliburton

NBA körfuboltamaðurinn Tyrese Haliburton trúlofaði sig í gær en hann valdi sérstakan stað til að biðja kærustunnar.

Haliburton fór með Jade Jones sína í íþróttahús Iowa State University en þau kynntust einmitt fyrst þegar þau voru nemar í skólanum. Þau hafa verið saman síðan þá.

Haliburton var leikmaður körfuboltaliðs Iowa State skólans frá 2018 til 2020 en Jada var klappstýra liðsins.

Haliburton átti ævintýralegt tímabil með Indiana Pacers síðasta vetur sem endaði þó á versta mögulega hátt. Hann sleit hásin í oddaleik um titilinn á móti Oklahoma City Thunder. Haliburton er enn í spelkuskó og mun ekkert spila á næstu leiktíð.

Hann lét þó ekki spelskuskóinn koma í veg fyrir að hann færi niður á skeljarnar.

Hann fékk hjálp frá starfsmönnum íþróttahússins til að setja upp risastóra ljósastafi út á miðju gólfi sem mynduðu spurninguna: Will you marry me? eða Viltu giftast mér?

Hún sagði já og þau eru nú trúlofuð.

Haliburton er 25 ára og hefur spilað í NBA frá árinu 2020. Hann var valinn af Sacramento Kings en hefur spilað með Indiana Pacers frá árinu 2022.

Haliburton hefur verið valinn í þriðja úrvalslið NBA undanfarin tvö tímabil en á síðasta tímabili var hann með 18,6 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×