Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 09:33 Oliver Ekroth reynir að ræða við Helga Mikael Jónasson sem hefur dæmt aukaspyrnu fyrir framan teiginn. Ekroth var síðan alveg sofandi í varnarveggnum. Sýn Sport Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins. Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira