Neytendur

Vara við eggjum í kleinuhringjum

Agnar Már Másson skrifar
Varan hefur verið innkölluð í samvinnu við Lindabakarí.
Varan hefur verið innkölluð í samvinnu við Lindabakarí. Samsett mynd/Mast/Getty

Matvælastofnun biðlar til fólks með eggjaofnæmi að varast tiltekna tegund kleinuhringja frá Lindabakaríi.

Matvælastofnun birti í dag tilkynningu á vef sínum þar sem hún varar neytendur með eggjaofnæmi við neyslu á vörunni „Gamaldags kleinuhringir súkkulaði 4 stk“ frá Lindabakaríi vegna vanmerkinga á eggjainnihaldi.

Kleinuhringirnir innihalda egg í meira magni en snefilmagn líkt og merkt er á pakkningunni.

Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness sem greindi frá innkölluninni á vef sínum fyrir tveimur dögum.

Kom þar fram að vörunni hefði verið dreift í Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu en fleiri verslanir voru ekki tilgreindar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×