Tónlist

„Öll dýrin í skóginum voru vinir“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Jökull Júlíusson forsprakki Kaleo var í skýjunum með hátíðina um helgina.
Jökull Júlíusson forsprakki Kaleo var í skýjunum með hátíðina um helgina. Jón from Iceland

„Við erum bara algjörlega í skýjunum með hvernig þetta fór,“ segir tónlistarmaðurinn Jökull Júlíusson, aðalsöngvari Kaleo í samtali við blaðamann um vel heppnaða tónleika hljómsveitarinnar í Vaglaskógi.

Tónlistarhátíðin sló algjörlega í gegn síðastliðinn laugardag enda seldust miðar upp á methraða og tilhlökkun tónlistargesta mikil.

Kaleo sló algjörlega í gegn um helgina.Jón from Iceland

„Þetta var bara algjör snilld og gekk vonum framar,“ segir Jökull í skýjunum eftir helgina. 

„Allir sem komu að þessu voru til fyrirmyndar, skipulagning, öll hjálp, gæslan og bara allir sem lögðu hönd á plóg við að láta þetta verða að veruleika. 

Þetta var auðvitað allt saman reist upp á örfáum dögum og ég er ómetanlega þakklátur öllum þeim sem komu að þessu og að sjálfsögðu listamönnunum sem komu fram.“

Það seldist upp á methraða á hátíðina.Jón from Iceland

Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sagði í viðtali á Vísi um helgina með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi gekk vel.

„Það voru bara allir í sameiningu mættir til að njóta og gleðjast saman. Eins og maður segir þá voru öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Jökull glaður í bragði.

„Það verður líka að þakka öllum þeim sem mættu því það er nákvæmlega það sama upp á teninginn hjá þeim. Það var ekki neitt vesen sem við vitum af, allir voru saman í liði mættir til að njóta og eiga saman einhverja ótrúlega töfrandi stund.“


Tengdar fréttir

„Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“

„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.