Sport

Dag­skráin í dag: Ómögu­legt verk­efni Breiða­bliks og ensk úr­vals­deildar­lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno Fernandes skoraði bæði mörk Man United í æfingaleik gegn West Ham á dögunum.
Bruno Fernandes skoraði bæði mörk Man United í æfingaleik gegn West Ham á dögunum. Vísir/Getty

Það styttist í að enski boltinn fari af stað og eru ensk úrvalsdeildarlið þegar hafin að undirbúa komandi tímabil. Nokkrir æfingaleikir eru í beinni á rásum SÝNAR Sport. Þá tekur Breiðablik á móti Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

SÝN Sport

Klukkan 18.15 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Gestirnir frá Póllandi unnu fyrri leik liðanna 7-1 og því ljóst að verkefnið er ómögulegt.

SÝN Sport 2

Klukkan 22.20 er æfingaleikur West Ham United og Everton á dagskrá. Klukkan 01.20 mætast svo Manchester United og Bournemouth.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 10.55 mætir Newcastle United úrvalsliðið Suður-Kóreu í æfingaleik.

Klukkan 18.00 er leikur Milwaukee Brewers og Chicago Cubs í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá. Klukkan 23.00 er komið að leik Cincinnati Reds og Los Angeles Dodgers í sömu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×