Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Agnar Már Másson skrifar 30. júlí 2025 14:58 Fréttastofa ræddi við suma af þekktustu spámönnum landsins og spurði þá út í veðrið. Vísir/Samsett Veðurstofan hefur spáð leiðindaveðri víða um landið um verslunarmannahelgina, ekki síst á Þjóðhátíð í Eyjum. Fréttastofa leitaði á náðir spámanna og miðla sem bjóða sumir betur. Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira