Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 10:43 Versta veðrinu er spáð á Suðvesturlandi. Vísir/Vilhelm Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. „Spáin hefur klárlega versnað frá því í gær. Hún leit betur út í gær, þá var ekki jafn mikill vindur í þessu og úrkoman ívið minni,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Tjaldútilegumenn vari sig Gul viðvörun tekur gildi á suðurlandi klukkan tíu á föstudagskvöld til klukkan tvö aðfaranótt laugardags. Veðurfræðingar spá suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverðri rigningu. Varað er við því að tjöld geti fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Þá er varað við snörpum vindhviðum við fjöll og varasömum aðstæðum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Katrín Agla spáir besta veðrinu á Norðausturlandi, þar líti spáin ágætlega út. „Það verður einhver rigning aðfaranótt laugardags og geta orðið dálitlar skúrir seinni partinn. En það er útlit fyrir að þar verði minnsti vindurinn, yfirleitt hlýtt í veðri og bjart, hiti að tuttugu stigum.“ Besta veðrið á Norðausturlandi Hún segir versta veðrið bundið við suðvestanvert landið, en úrkoman verði að auki mikil á Suðausturlandi. „En spáin hefur versnað um allt land og svo er aðeins meiri vindur á laugardeginum sjálfum en var í gær.“ Dýpkandi lægð á Grænlandshafi nálgast landið á morgun, þá gengur í suðaustan 8-15 m/s og fer að rigna fyrri part dags og þá fer að rigna á suðvestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun verður í gildi bróðurpart föstudagskvöldsins og aðfaranótt laugardags. Veðurstofa Íslands Skil frá lægðinni gangi yfir landið annað kvöld og þá hvessir heldur syðst á landinu. Talsverð rigning verður suðaustan og sunnanlands. Þegar þau ganga yfir gengur yfir suðlægari átt, dregur úr vindi og bætur aftur í vind á vestanverðu landinu, 10-18 m/s og rigning með köflum. Á sunnudaginn verður áttin suðvestlægari og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu og dregur smám saman úr vindi og vætu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir hægan vind á mánudag. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Ferðalög Verslunarmannahelgin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira
„Spáin hefur klárlega versnað frá því í gær. Hún leit betur út í gær, þá var ekki jafn mikill vindur í þessu og úrkoman ívið minni,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Tjaldútilegumenn vari sig Gul viðvörun tekur gildi á suðurlandi klukkan tíu á föstudagskvöld til klukkan tvö aðfaranótt laugardags. Veðurfræðingar spá suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverðri rigningu. Varað er við því að tjöld geti fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Þá er varað við snörpum vindhviðum við fjöll og varasömum aðstæðum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Katrín Agla spáir besta veðrinu á Norðausturlandi, þar líti spáin ágætlega út. „Það verður einhver rigning aðfaranótt laugardags og geta orðið dálitlar skúrir seinni partinn. En það er útlit fyrir að þar verði minnsti vindurinn, yfirleitt hlýtt í veðri og bjart, hiti að tuttugu stigum.“ Besta veðrið á Norðausturlandi Hún segir versta veðrið bundið við suðvestanvert landið, en úrkoman verði að auki mikil á Suðausturlandi. „En spáin hefur versnað um allt land og svo er aðeins meiri vindur á laugardeginum sjálfum en var í gær.“ Dýpkandi lægð á Grænlandshafi nálgast landið á morgun, þá gengur í suðaustan 8-15 m/s og fer að rigna fyrri part dags og þá fer að rigna á suðvestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun verður í gildi bróðurpart föstudagskvöldsins og aðfaranótt laugardags. Veðurstofa Íslands Skil frá lægðinni gangi yfir landið annað kvöld og þá hvessir heldur syðst á landinu. Talsverð rigning verður suðaustan og sunnanlands. Þegar þau ganga yfir gengur yfir suðlægari átt, dregur úr vindi og bætur aftur í vind á vestanverðu landinu, 10-18 m/s og rigning með köflum. Á sunnudaginn verður áttin suðvestlægari og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu og dregur smám saman úr vindi og vætu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir hægan vind á mánudag.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Ferðalög Verslunarmannahelgin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira