Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 11:56 Falcon 9 eldflaug SpaceX skotið á loft með Starlink gervihnetti innanborðs. AÐ/John Raoux Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. Í einhverjum af fjölmörgum greinum um Starlink og hvernig hægt sé að stöðva rekstur gervihnattaþyrpingarinnar sem hafa verið birtar í vísindaritum í Kína er einnig lagt til að vinna skemmdir á íhlutum í gervihnetti Starlink, samkvæmt greiningu blaðamanna AP fréttaveitunnar. Vinna þessi er sögð til komin vegna áhyggja af því að Bandaríkjamenn og aðrir andstæðingar Kína gætu notað þyrpinguna komi til stríðs við Kína og vegna þess að hægt sé að nota Starlink til njósna. Starlink hefur verið mikið notað vegna innrásar Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega af Úkraínumönnum en einnig Rússum. Úkraínumenn hafa notað gervihnettina til samskipta og til að stýra drónum, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Rússlandi hafa hótað því að skjóta niður Starlink-gervihnetti. SpaceX, sem rekur Starlink, á í nánum samstarfi við yfirvöld í Bandaríkjunum. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert samning við yfirvöld í Bandaríkjunum og þróun og framleiðslu nýrrar þyrpingar njósnagervihnatta. Musk öllum framar á þessu sviði SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, hefur skotið þúsundum Starlink-gervihnatta á braut um jörðu á undanförnum árum. Þessi gervihnattaþyrping er notuð til að veita fólki á jörðu niðri aðgang að netinu. Fyrstu gervihnöttunum var skotið á loft árið 2019 en þeir eru nú orðnir rúmlega átta þúsund talsins. Vísindamenn áætla að um tveir þriðju allra gervihnatta á braut um jörðu tilheyri SpaceX og stendur til að skjóta tugum þúsunda til viðbótar á braut um jörðu í framtíðinni. Ekkert annað fyrirtæki eða ríki er með tærnar þar sem SpaceX er með hælana á þessu sviði. Starfsmenn Amazon skutu nýverið upp sínum fyrstu gervihnöttum og eru nú með 78 slíka á braut um jörðu. Markmiði er að þeir verði 3.232 á næstu árum. Þá er evrópska fyrirtækið Eutelstat OneWeb með um 650 gervihnetti á braut um jörðu og stendur til að fjölga þeim gífurlega. Sjá einnig: Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Ráðamenn í Kína hafa þar að auki opinberað ætlanir um að koma eigin gervihnattaþyrpingu á braut um jörðu en árið 2021 var fyrirtækið China SatNet stofnað í þeim tilgangi. Fyrstu gervihnöttum þess fyrirtækis var skotið á loft í desember og eru þeir nú sextíu. Til stendur að þeir verði um þrettán þúsund. Þá er Evrópusambandið einnig að verja fúlgum fjár í að þróa eigin gervihnattaþyrpingu en verkefnið ber titilinn IRIS2. Sjá einnig: Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Margir bandamenn Bandaríkjanna hafa lýst yfir áhyggjum af yfirburðum SpaceX og efasemdum um að reiða eingöngu á Bandaríkjamenn og hinn óútreiknanlega og umdeilda Musk. Starlink gervihnettir sendir á braut um jörðu.AP/SpaceX Netárásir og leysigeislar Blaðamenn AP fóru yfir 64 vísindagreinar um það hvernig stöðva mætti Starlink þyrpinguna og hvað mætti læra af henni en næstum því allar þeirra voru birtar eftir að Rússa hófu innrás sína í Úkraínu. Ein rannsóknin sneri að því hvernig hægt væri að vinna skemmdarverk á birgðakeðju SpaceX. Fyrirtækið reiði á fjölda birgja og mögulega væri hægt að beita netárásum til að valda skemmdum á íhlutum eða framleiðslu þeirra. Verkfræðingar hjá kínverska hernum lögðu til árið 2023 að þróa flota smágervihnatta til að elta Starlink-gervihnetti. Þannig væri hægt að safna gögnum sem þeir senda og berast til þeirra og jafnvel skemma þá með ætandi efnum. Einnig hefur verið lagt til að granda gervihnöttum með leysigeislum af jörðu niðri eða úr leynilegum kafbátum. Kína Elon Musk SpaceX Bandaríkin Hernaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Í einhverjum af fjölmörgum greinum um Starlink og hvernig hægt sé að stöðva rekstur gervihnattaþyrpingarinnar sem hafa verið birtar í vísindaritum í Kína er einnig lagt til að vinna skemmdir á íhlutum í gervihnetti Starlink, samkvæmt greiningu blaðamanna AP fréttaveitunnar. Vinna þessi er sögð til komin vegna áhyggja af því að Bandaríkjamenn og aðrir andstæðingar Kína gætu notað þyrpinguna komi til stríðs við Kína og vegna þess að hægt sé að nota Starlink til njósna. Starlink hefur verið mikið notað vegna innrásar Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega af Úkraínumönnum en einnig Rússum. Úkraínumenn hafa notað gervihnettina til samskipta og til að stýra drónum, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Rússlandi hafa hótað því að skjóta niður Starlink-gervihnetti. SpaceX, sem rekur Starlink, á í nánum samstarfi við yfirvöld í Bandaríkjunum. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert samning við yfirvöld í Bandaríkjunum og þróun og framleiðslu nýrrar þyrpingar njósnagervihnatta. Musk öllum framar á þessu sviði SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, hefur skotið þúsundum Starlink-gervihnatta á braut um jörðu á undanförnum árum. Þessi gervihnattaþyrping er notuð til að veita fólki á jörðu niðri aðgang að netinu. Fyrstu gervihnöttunum var skotið á loft árið 2019 en þeir eru nú orðnir rúmlega átta þúsund talsins. Vísindamenn áætla að um tveir þriðju allra gervihnatta á braut um jörðu tilheyri SpaceX og stendur til að skjóta tugum þúsunda til viðbótar á braut um jörðu í framtíðinni. Ekkert annað fyrirtæki eða ríki er með tærnar þar sem SpaceX er með hælana á þessu sviði. Starfsmenn Amazon skutu nýverið upp sínum fyrstu gervihnöttum og eru nú með 78 slíka á braut um jörðu. Markmiði er að þeir verði 3.232 á næstu árum. Þá er evrópska fyrirtækið Eutelstat OneWeb með um 650 gervihnetti á braut um jörðu og stendur til að fjölga þeim gífurlega. Sjá einnig: Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Ráðamenn í Kína hafa þar að auki opinberað ætlanir um að koma eigin gervihnattaþyrpingu á braut um jörðu en árið 2021 var fyrirtækið China SatNet stofnað í þeim tilgangi. Fyrstu gervihnöttum þess fyrirtækis var skotið á loft í desember og eru þeir nú sextíu. Til stendur að þeir verði um þrettán þúsund. Þá er Evrópusambandið einnig að verja fúlgum fjár í að þróa eigin gervihnattaþyrpingu en verkefnið ber titilinn IRIS2. Sjá einnig: Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Margir bandamenn Bandaríkjanna hafa lýst yfir áhyggjum af yfirburðum SpaceX og efasemdum um að reiða eingöngu á Bandaríkjamenn og hinn óútreiknanlega og umdeilda Musk. Starlink gervihnettir sendir á braut um jörðu.AP/SpaceX Netárásir og leysigeislar Blaðamenn AP fóru yfir 64 vísindagreinar um það hvernig stöðva mætti Starlink þyrpinguna og hvað mætti læra af henni en næstum því allar þeirra voru birtar eftir að Rússa hófu innrás sína í Úkraínu. Ein rannsóknin sneri að því hvernig hægt væri að vinna skemmdarverk á birgðakeðju SpaceX. Fyrirtækið reiði á fjölda birgja og mögulega væri hægt að beita netárásum til að valda skemmdum á íhlutum eða framleiðslu þeirra. Verkfræðingar hjá kínverska hernum lögðu til árið 2023 að þróa flota smágervihnatta til að elta Starlink-gervihnetti. Þannig væri hægt að safna gögnum sem þeir senda og berast til þeirra og jafnvel skemma þá með ætandi efnum. Einnig hefur verið lagt til að granda gervihnöttum með leysigeislum af jörðu niðri eða úr leynilegum kafbátum.
Kína Elon Musk SpaceX Bandaríkin Hernaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira