Fótbolti

Allt liðið gekk út á völl í Súper­man búningum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Bahia í Súperman búningunum sínum.
Leikmenn Bahia í Súperman búningunum sínum. @ecbahia

Leikmenn brasilíska liðsins Bahia eru greinilega mikli dýravinir eins og þeir sýndu í verki fyrir mikilvægan leik á dögunum.

Leikmenn Bahia vildu þar vekja athygli á mikilvægi þess að taka að sér heimilislausa hunda. Þeir hjálpuðu dýrathvarfi í borginni að ná athygli landsmanna með uppátæki sínu.

Leikmenn liðsins gengu inn á völlinn í Súperman búningum og hver og einn með hund í hendi.

Þetta var fyrir leik í sextán liða úrslit í brasilíska bikarnum.

Esporte Clube Bahia, eins og liðið heitir, gerði vel í leiknum því liðið vann þar 3-2 sigur á Retró eftir að hafa komist í 2-0 eftir tuttugu mínútna leik.

Herferðin er tileinkuð hundinum Krypto frá myndinni um Súperman og þess vegna voru allir leikmenn Bahia í Súperman búningum.

Alls eru fjögur hundruð hundar og kettir í dýraathvarfinu sem er haldið gangandi í gegnum styrki góðvina þess. Peningurinn sem safnast fer í mat, húsnæði og læknisþjónustu en svo er líka verið að fá fólk til að taka að sér hunda.

Allir hundarnir ellefu sem komu inn á völlinn með leikmönnunum voru þannig í boði fyrir ættleiðingu.

Hér fyrir neðan má sjá ellefu Súpermenn Bahia ganga inn á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×