Veður

Vara­samar að­stæður fyrir ferða­langa

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kviður gætu náð allt að 30 m/s á Suðvesturlandi í dag. 
Kviður gætu náð allt að 30 m/s á Suðvesturlandi í dag.  Vísir/Vilhelm

Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í kvöld ganga skil frá lægðinni yfir landið og má búast við allhvössum vindi á suðvestanverðu landinu og gular viðvaranir vegna vinds verða í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu fram á nótt. Þetta eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og tjöld geta fokið. Það verður einnig mikið vatnsveður í kvöld og nótt.

Veðurvaktin varar við hviðum yfir 25 m/s á stöðum eins og á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og utantil á Snæfellsnesi. Eins á Reykjanesbraut. Hviður gætu náð yfir 30 m/s á kafla á hringveginum austan Seljalandsfoss um tíma í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×