Fótbolti

Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arnór Ingvi var einn af mörgum markaskorurum. 
Arnór Ingvi var einn af mörgum markaskorurum.  Norrköping

Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason voru báðir klæddir í markaskóna, líkt og fjölmargir fleiri leikmenn, í 6-4 tapi Norrköping á útivelli gegn Brommapojkarna.

Leikurinn var hin mesta skemmtun frá upphafi til enda og alls tíu mörk skoruð en Norrköping setti öll sín fjögur mörk í fyrri hálfleik.

David Karlsson byrjaði á því að setja tvennu fyrir Norrköping en Victor Lind minnkaði svo muninn fyrir Brommapojkarna.

Þá var komið að Íslendingunum, Arnór Ingvi setti þriðja markið og Ísak Andri setti fjórða markið fyrir Norrköping. Staðan þá orðin 1-4.

Heimamenn náðu hins vegar að setja tvö mörk seint í fyrri hálfleik og fóru inn í hálfleikinn 3-4 undir. Í seinni hálfleik setti Brommapojkarna svo þrjú mörk til viðbótar í þessum fjöruga og furðulega leik, lokatölur 6-4 sigur.

Jónatan Guðni Arnarsson kom inn á undir lok leiks fyrir Norrköping en náði ekki að setja mark sitt á leikinn líkt og Ísak og Arnór. Hlynur Freyr Karlsson sat á bekk Brommapojkarna allan leikinn.

Mörk Ísaks og Arnórs má sjá hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×