Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 09:26 Messi fann til aftan í læri og gat ekki haldið leik áfram. Leonardo Fernandez/Getty Images Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira