Innlent

Herjólfur siglir í dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Herjólfur á siglingu við Vestmannaeyjar.
Herjólfur á siglingu við Vestmannaeyjar. Vísir/Vilhelm

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Fella þurfti niður síðustu tvær ferðir ferjunnar síðdegis í gær vegna „aðstæðna í höfninni“.

Greint er frá siglingaráætlunum á Facebook-síðu Herjólfs.

„Ölduhæðin í Landeyjahöfn er vel undir spá, stefnir Herjólfur því að sigla til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun,“ segir í tilkynningunni.

Herjólfur siglir því frá Vestmannaeyjum klukkan 05:30, 10:00, 12:00, 14:00 og 16:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 09:00, 11:00, 13:00, 15:00 og 17:00.

„Ef gera þarf breytingu á áætlun, verður það gefið út um leið og það liggur fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir í tilkynningunni að einnig sé gott útlit fyrir siglingar aðfaranótt sunnudags og mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×