Lífið

Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Saga Garðars auglýsir Ástina sem eftir er með klofmynd.
Saga Garðars auglýsir Ástina sem eftir er með klofmynd.

Saga Garðarsdóttir hvetur gesti og gangandi til að taka mynd af sér með klofi hennar sem prýðir auglýsingaskilti víða um borgina í tilefni af nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar.

Kvikmyndin Ástin sem eftir er verður frumsýnd í íslenskum bíóhúsum 14. ágúst og er auglýsingaherferð fyrir myndina farin á fullt. 

Saga Garðarsdóttir, sem fer með aðalhlutverk í myndinni, birti skoplegt myndband af sér á Instagram í dag þar sem hún stendur við auglýsingaskilti sem sýnir klof hennar.

„Víðsvegar um borgina má sjá mynd af þessu glæsilega skuði, sem ku jú vera mitt skuð,“ segir Saga í myndbandinu.

„Skuða Garðars,“ bætir Snorri Helgason, eiginmaður Sögu, þá við.

„Ég ætla að hvetja ykkur öll ef þið sjáið mynd af þessu glæsiklofi að taka mynd af ykkur við klofið og tagga mig,“ segir Saga.

„Eru ekki allir í skuði?“ spyr þá Snorri.

„Er þetta ekki kloforð?“ svarar Saga og bætir við: „Klof me tender.“

Þau halda síðan áfram að reyna að toppa hvort annað í orðagríninu með bröndurum á borð: „Klof is All You Need,“ „Klof Me Do“ og „The Klof That Remains“


Tengdar fréttir

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum?

Dularfullar myndir af franskri leikkonu hafa vakið athygli á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Um er að ræða Auglýsingahlé, stærstu myndlistarsýningu ársins í almannarými, sem Roni Horn sýnir í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.