Sport

Dag­skráin í dag: Bikar- og Ís­lands­meistararnir mætast

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stórleikur á Hlíðarenda.
Stórleikur á Hlíðarenda. Vísir/Diego

Tvö bestu kvennalið íslenskrar knattspyrnu síðustu ára mætast á Hlíðarenda í dag.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem bikarmeistarar Vals mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna.

Heimakonur hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og sitja í 5. sæti með 15 stig. Á sama tíma eru Blikar í 1. sæti með 28 stig, þremur meira en FH og Þróttur Reykjavík sem eru í sætunum þar fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×