Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 19:50 Hvalurinn sést synda hratt að bryggjunni og skjóta upp höfði í örfárra metra fjarlægð. Samsett Mynd Hjörð hnúfubaka var á sundi nálægt við Hólmavík fimmtudagskvöld þegar einn þeirra tók á sprett að höfninni og skaut upp höfðinu í aðeins örfárra metra fjarlægð frá byggjunni. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hólmvíkingurinn Júlíus Garðar Þorvaldsson í samtali við blaðamann en heimamaðurinn sendi fréttastofu myndskeið af atvikinu, sem gerðist á fimmtudag. Júlíus segist í fyrstu hafa orðið var við tvo til þrjá hvali í fjarska sem reyndust síðan fleiri þegar hann kom niður á bryggju. Skyndilega synti einn hvalurinn að bryggjunni og stakk höfðinu upp úr sjónum, þar sem hann hefur væntanlega verið að reka fæðu upp að yfirborði og glommað hana vo í sig, að sögn Júlíusar. Hnúfubakurinn var að sögn Júlíusar sex til átta metrar að lengd, eða jafnvel lengri. Honum segist ekki hafa brugðið enda oft sem hvalir sjást í víkinni en hann hefur aldrei séð hval synda svo nálægt höfninni. „Þetta var alveg frábært,“ bætir hann við. Hvalir Strandabyggð Tengdar fréttir Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði Grindhvalavaða sem telur um fjörutíu hvali er föst í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn hafa verið ræstir út til að reyna koma vöðunni aftur á haf út. 21. júní 2025 17:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta var alveg magnað,“ segir Hólmvíkingurinn Júlíus Garðar Þorvaldsson í samtali við blaðamann en heimamaðurinn sendi fréttastofu myndskeið af atvikinu, sem gerðist á fimmtudag. Júlíus segist í fyrstu hafa orðið var við tvo til þrjá hvali í fjarska sem reyndust síðan fleiri þegar hann kom niður á bryggju. Skyndilega synti einn hvalurinn að bryggjunni og stakk höfðinu upp úr sjónum, þar sem hann hefur væntanlega verið að reka fæðu upp að yfirborði og glommað hana vo í sig, að sögn Júlíusar. Hnúfubakurinn var að sögn Júlíusar sex til átta metrar að lengd, eða jafnvel lengri. Honum segist ekki hafa brugðið enda oft sem hvalir sjást í víkinni en hann hefur aldrei séð hval synda svo nálægt höfninni. „Þetta var alveg frábært,“ bætir hann við.
Hvalir Strandabyggð Tengdar fréttir Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði Grindhvalavaða sem telur um fjörutíu hvali er föst í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn hafa verið ræstir út til að reyna koma vöðunni aftur á haf út. 21. júní 2025 17:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði Grindhvalavaða sem telur um fjörutíu hvali er föst í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn hafa verið ræstir út til að reyna koma vöðunni aftur á haf út. 21. júní 2025 17:52