„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:47 Heimir Guðjónsson Vísir / Erni Eyjólfsson „Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. „Þeir refsa. Þeir þurfa ekki mörg færi til að skora mörk. Vonbrigðin eru að þeir, eftir að við skorum, jafna þeir eftir tvær mínútur og í seinni hálfleik jafna þeir líka eftir tvær mínútur. Það eru vonbrigði að við höngum ekki betur á þessu,“ segir Heimir. Það var einmitt saga leiksins. Í bæði þau skipti sem FH komst yfir kom kraftur í Víkinga sem jöfnuðu fljótt. Sem er sérlega frústrerandi fyrir þjálfara að horfa upp á. „Við höfum talað um það, þegar við skorum mörk, þá þurfum við að vera klókir í skipulaginu og ekki missa einbeitinguna. Við gerum það og það er frústrerandi.“ Þreytumerki voru á Víkingum sem spiluðu 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn var og eru í mikilli Evróputörn. FH hafði sannarlega tækifæri til að vinna leik dagsins. „Mér fannst góður séns að vinna Víking í dag – þeir eru í hörkuálagi. En þeir eru með frábært lið eins og sést á mönnunum sem koma inn af bekknum hérna.“ FH tapaði leiknum þó ekki. Þar með lýkur tíu leikja sigurhrinu Víkings gegn FH í efstu deild. „Við settum það upp á töflu í gær á myndbandsfundinum, hvort menn vildu ekki fara að svara fyrir þetta. Tíu tapleikir. Það var stolt og samstaða í þessu og við verðum að vinna með það,“ segir Heimir. Ítalskur túristahópur vakti þá mikla athygli í stúkunni og lét vel í sér heyra. Heimir kunni vel að meta að FH-ingum hefði borist liðsstyrkur frá meginlandinu í stúkuna. „Ég varð var við þetta. En ég veit ekkert hverjir þetta voru. Þetta var frábær stuðningur og hjálpaði liðinu klárlega,“ sagði Heimir og glotti við tönn. Seeeenur í Krikanum. pic.twitter.com/DB634jvDCw— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 3, 2025 FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Þeir refsa. Þeir þurfa ekki mörg færi til að skora mörk. Vonbrigðin eru að þeir, eftir að við skorum, jafna þeir eftir tvær mínútur og í seinni hálfleik jafna þeir líka eftir tvær mínútur. Það eru vonbrigði að við höngum ekki betur á þessu,“ segir Heimir. Það var einmitt saga leiksins. Í bæði þau skipti sem FH komst yfir kom kraftur í Víkinga sem jöfnuðu fljótt. Sem er sérlega frústrerandi fyrir þjálfara að horfa upp á. „Við höfum talað um það, þegar við skorum mörk, þá þurfum við að vera klókir í skipulaginu og ekki missa einbeitinguna. Við gerum það og það er frústrerandi.“ Þreytumerki voru á Víkingum sem spiluðu 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn var og eru í mikilli Evróputörn. FH hafði sannarlega tækifæri til að vinna leik dagsins. „Mér fannst góður séns að vinna Víking í dag – þeir eru í hörkuálagi. En þeir eru með frábært lið eins og sést á mönnunum sem koma inn af bekknum hérna.“ FH tapaði leiknum þó ekki. Þar með lýkur tíu leikja sigurhrinu Víkings gegn FH í efstu deild. „Við settum það upp á töflu í gær á myndbandsfundinum, hvort menn vildu ekki fara að svara fyrir þetta. Tíu tapleikir. Það var stolt og samstaða í þessu og við verðum að vinna með það,“ segir Heimir. Ítalskur túristahópur vakti þá mikla athygli í stúkunni og lét vel í sér heyra. Heimir kunni vel að meta að FH-ingum hefði borist liðsstyrkur frá meginlandinu í stúkuna. „Ég varð var við þetta. En ég veit ekkert hverjir þetta voru. Þetta var frábær stuðningur og hjálpaði liðinu klárlega,“ sagði Heimir og glotti við tönn. Seeeenur í Krikanum. pic.twitter.com/DB634jvDCw— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 3, 2025
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira