Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 12:45 Leikmenn Bröndby IF fagna hér marki á móti nágrönnum sínum í FC Kaupamannahöfn og það á sjálfum Parken. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Danskir fjölmiðlar segja frá vandræðalegum liðsfundi fyrir nýja leikmenn Bröndby í fótboltanum en danska félagið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki á móti Víkingum í Sambandsdeildinni seinna í þessari viku. Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold) Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold)
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira