Erlent

Hyggjast rukka suma ferða­menn um brottfarartryggingu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hugmyndir um brottfarartryggingu af þessu tagi hafa áður verið uppi en verið hafnað þar sem þær hafa þótt of þungar í vöfum.
Hugmyndir um brottfarartryggingu af þessu tagi hafa áður verið uppi en verið hafnað þar sem þær hafa þótt of þungar í vöfum. Getty

Stjórnvöld vestanhafs hyggjast ráðast í tilraunaverkefni þar sem ferðamönnum frá ákveðnum ríkjum verður gert að leggja fram allt að 15.000 dala tryggingu áður en þeir koma til Bandaríkjanna.

Ef viðkomandi yfirgefa landið innan þess tíma sem ferðaheimild þeirra kveður á um fá þeir upphæðina endurgreidda, annars ekki.

Tilkynnt var um verkefnið í gær en yfirvöld áætlað að árlega dvelji um það bil 500.000 manns lengur í Bandaríkjunum en ferðaheimild þeirra kveður á um. Þau ríki sem eiga flesta „brotaferðamennina“ hvað þetta varðar munu sæta tryggingkröfunni en þau verða tilkynnt þegar nær dregur.

Verkefninu er ætlað að taka á umframdvölinni, sem yfirvöld segja ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það mun einnig ná til ríkja sem þykja ekki sinna almennilegu eftirliti á landamærunum.

Upphæð tryggingarinnar verður ákvörðuð af sendiskrifstofum Bandaríkjanna í viðkomandi ríkjum. Þá munu ferðamenn sem verða látnir greiða trygginguna aðeins getað ferðast til Bandaríkjanna um ákveðna flugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×