Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 22:31 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. Ríflega sólarhringur er þar til boðuð tollahækkun Bandaríkjaforseta á íslenskar vörur upp á fimmtán prósent tekur gildi í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um hækkunina nú um mánaðamótin og sagði utanríkisráðherra við það tækifæri að hún væri vonbrigði. Kallað hafi verið eftir samtali við bandarísk stjórnvöld. „Félagsmenn spyrja okkur, er þetta raunverulega að fara að bresta á núna? Síðasta auglýsta tollahækkun var tíu prósent og var frestað. Það er ekkert sem bendir til annars en fimmtán prósent tollar taki gildi á fimmtudaginn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann hvetur félagsmenn sína sem flytja út vörur til Bandaríkjanna að bregðast við yfirvofandi tollahækkunum sem fyrst. „Eina leiðin til að losna við þessa tolla er að koma vörunni í flutning fyrir hádegi á fimmtudag. Það þarf þá að afgreiða hana úr vöruhúsi í Bandaríkjunum fyrir 5. október næstkomandi. Það er eini glugginn sem menn hafa,“ segir Ólafur. Krefjandi samningaviðræður fram undan Boðað hefur verið fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á fimmtudag vegna málsins. Ólafur býst við löngum og flóknum samningaumleitunum við bandarísk stjórnvöld. „Bandaríkin munu væntanlega ekki vilja semja við okkur nema að íslensk stjórnvöld komi með gott tilboð. Það er ekkert einfalt í þessu umhverfi. Ég tel að það geti tekið tíma að ná niður þessum tollum. Þetta verður erfitt og flókið. Það er ólíklegt að tollarnir fari niður fyrir tíu prósent sem virðist vera hið nýja gólf hjá bandarískum stjórnvöldum,“ segir Ólafur að lokum. Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ríflega sólarhringur er þar til boðuð tollahækkun Bandaríkjaforseta á íslenskar vörur upp á fimmtán prósent tekur gildi í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um hækkunina nú um mánaðamótin og sagði utanríkisráðherra við það tækifæri að hún væri vonbrigði. Kallað hafi verið eftir samtali við bandarísk stjórnvöld. „Félagsmenn spyrja okkur, er þetta raunverulega að fara að bresta á núna? Síðasta auglýsta tollahækkun var tíu prósent og var frestað. Það er ekkert sem bendir til annars en fimmtán prósent tollar taki gildi á fimmtudaginn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann hvetur félagsmenn sína sem flytja út vörur til Bandaríkjanna að bregðast við yfirvofandi tollahækkunum sem fyrst. „Eina leiðin til að losna við þessa tolla er að koma vörunni í flutning fyrir hádegi á fimmtudag. Það þarf þá að afgreiða hana úr vöruhúsi í Bandaríkjunum fyrir 5. október næstkomandi. Það er eini glugginn sem menn hafa,“ segir Ólafur. Krefjandi samningaviðræður fram undan Boðað hefur verið fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á fimmtudag vegna málsins. Ólafur býst við löngum og flóknum samningaumleitunum við bandarísk stjórnvöld. „Bandaríkin munu væntanlega ekki vilja semja við okkur nema að íslensk stjórnvöld komi með gott tilboð. Það er ekkert einfalt í þessu umhverfi. Ég tel að það geti tekið tíma að ná niður þessum tollum. Þetta verður erfitt og flókið. Það er ólíklegt að tollarnir fari niður fyrir tíu prósent sem virðist vera hið nýja gólf hjá bandarískum stjórnvöldum,“ segir Ólafur að lokum.
Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira