Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:13 Íris Guðnadóttir Landeigandi við Reynisfjöru bindur vonir við nýjar öryggisreglur við Reynisfjöru. Vísir/Lýður Valberg Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira